Facebook

Endilega fylgstu með á Facebook síðunni minni en þar auglýsi ég námskeið o.fl.

UM KAREN

Karen Sævarsdóttir, LPGA golfkennari, á að baki langan og farsælan áhugamannaferil þar sem helst ber að nefna 8 Íslandsmeistaratitla í höggleik. Karen hefur einnig reynt fyrir sér í atvinnumennsku, þjálfað háskólalið í Bandaríkjunum og nú kennt golf á Íslandi í yfir 10 ár.

Segja má að Karen hafi verið alin upp á golfvellinum. Aðeins 5 ára gömul byrjaði hún að sveifla golfkylfu út í Leiru og 13 ára gömul var hún byrjuð að spila með kvennalandsliði Íslands og fékk tækifæri til þess að spila á flestum sterkustu áhugamannamótum sem í boði voru.

Samhliða háskólanámi í Bandaríkjunum lék Karen golf með skólaliði Lamar University og vann þar til ýmissa afreka. Lauk hún námi í markaðsfræði árið 1996 og MBA námi árið 2000 en í millitíðinni reyndi hún fyrir sér í atvinnumennsku. 

Árið 2009 lá leiðin í golfkennaranám hjá LPGA, Ladies Professional Golf Association, í Bandaríkjunum. Að auki hefur hún lokið grunnnámskeiði fyrir golf fitness hjá TPI, Titleist Performance Institution. Á farsælum ferli gafst Karen tækifæri á að vinna með mörgum færum þjálfurum og kennurum og miðlar hún nú reynlsu sinni og þekkingu til íslenskra kylfinga.