Klínik í Hraunkoti

 

Klínik tímar eru hugsaðir fyrir þá sem eru lengra komnir, með dýpri skilning og vilja vinna markvisst að því að lækka forgjöfina.

Tímar eru takmarkaðir við 3-4 þátttakendur og eru ýmist settir upp sem stutt klínik (1 skipti) eða lengri klíník (nokkrar vikur) og hentar þá betur þegar á að vinna í breytingum frekar en viðhaldi (vetrar og vor klínik). Yfir sumartímann verður áhersla lögð á þá þætti sem hjálpa okkur út á velli núna, pútt klínik, vipp klínik, sand klínik og sveiflu klínik. 

 Þátttökuskilyrði:  Kylfingar komnir með forgjöf og spila reglulega

 

Júní klínik

Pútt klínik
Púttæfingar og yfirferð á tækni, 3-4 þátttakendur, þátttakendur mæta með pútter og 3-5 spilabolta. 
Þátttökuskilyrði: Kylfingar komnir með forgjöf og spila reglulega
Verð: 3.500 kr. 
 
Námskeiðsdagar og tímar í boði:
Mánudagur 11. júní kl. 19:00-19:55 (uppselt)
Fimmtudagur 14. júní kl. 13:30-14:25
Miðvikudagur 20. júní kl. 19:00-19:55
 
 
Vipp klínik
Vippæfingar, há og lág vipp, yfirferð á tækni, 3-4 þátttakendur í hóp, þátttakendur mæta með 5-10 spilabolta, sandjárn,fleygjárn, 9 og 8 járn (gráðu kylfur).
Þátttökuskilyrði: Kylfingar komnir með forgjöf og spila reglulega
Verð: 5.000 kr. 
 
Námskeiðsdagar og tímar í boði:
Mánudagur 11. júní kl. 20:00-21:30
Fimmtudagur 14. júní kl. 14:30 - 16:00
Laugardagur 16. júní kl. 10:00-11:30
Miðvikudagur 20. júní kl. 20:00-21:30
 
 
Sand klínik
Sandtækni og -högg æfð, 3-4 þátttakendur.
Þátttökuskilyrði: Kylfingar komnir með forgjöf og spila reglulega
Verð: 3.500 kr. 
 
Námskeiðsdagar og tímar í boði:
Mánudagur 18. júní kl. 14:30-15:25, 19:00-19:55 og 20:00-20:55
Fimmtudagur 21. júní kl. 16:00-16:55 og kl. 19:00-19:55
 
 
Sveiflu klínik
Video greining á sveiflu og staða fyrir mismundandi högg æfð og rædd, 3-4 þátttakendur, þátttakendur koma með allt settið.
Þátttökuskilyrði: Kylfingar komnir með forgjöf og spila reglulega
Verð: 6.000 kr., boltar innifaldir
 
Námskeiðsdagar og tímar í boði:
Laugardagur 9. júní kl. 13:00-14:30
Fimmtudagur 14. júní kl. 17:15-18:45
Fimmtudagur 21. júní kl. 17:15-18:45

**ekki verður kennt nema 3 náist saman í hóp

 

 Skráning

myndnamskeid1