Hóptímar

Námskeið, klínik og einkahópar


Skoða auglýst námskeið

Fyrirkomulag

Hóptímum er skipt í þrennt; námskeið, klínik og einkahópar.

námskeið

Námskeið eru sérstaklega hentug fyrir þá sem eru að byrja og hafa litla reynslu, þurfa meiri tíma og vilja koma oftar til þess að ná tökum á leiknum. Þetta getur verið frábær leið til að ná tökum á grunnatriðum í góðum félagsskap. Mikilvægt er að hafa gaman af því að læra golf og er því lagt upp með að námskeiðin séu skemmtileg en einnig skilvirk.

klínik

Klínik er fyrir lengra komna en þátttökuskilyrði eru að kylfingar skulu vera komnir með forgjöf og spila reglulega. Hér verður talað um leikinn og farið dýpra í tækni. Við skoðum hvernig við getum gert betur úti á velli, hvernig við nálgumst leikinn o.fl.

Einkahópar

Ef þú ert með hóp sem vill æfa saman þá máttu endilega hafa samband. Geta og áhugi hvers og eins skiptir ekki öllu máli heldur félagsskapurinn. Þetta er t.d. hentug leið fyrir vinahópa, fjölskyldur eða vinnufélaga sem vilja vera saman í tímum. Við setjum saman pakka sem ykkur hentar.

Staðsetning

Kennsla fer fram í Hraunkoti, æfingasvæði Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Aðstaðan er eins og best verður á kosið, á svæðinu er æfingaskýli með 20 básum, stór púttflöt og góð aðstaða til þess að æfa stutta spilið. Kort af staðsetningunni má sjá hér.